28. sep. 2018

Formannskjör stendur yfir

  • Kosid-til-fomranns

Formannskjör stendur nú yfir á XXXII. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Því lýkur klukkan 11:00 og verða úrslit tilkynnt um leið og talningu atkvæða lýkur. Gert er ráð fyrir að úrslit liggi fyrir um 11:30 leytið. 

Í framboði eru Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

Alls hafa 149 landsþingsfulltrúar kosningarétt á þinginu.

Á ljósmyndinni má sjá landsþingsfulltrúa greiða atkvæði. Landsþingið fer fram í Hofi, Akureyri.