Forgangsmál Íslands innan EES

Samráðsfundur alþjóðateymis Sambands íslenskra sveitarfélaga og EES-teymis utanríkisráðuneytisins fór fram í morgun. Á lista ráðuneytisins yfir EES-forgansmál má finna ýmis mál sem varða beint hagsmuni sveitarstjórnarstigsins.

Samráðsfundur alþjóðateymis Sambands íslenskra sveitarfélaga og EES-teymis utanríkisráðuneytisins fór fram í morgun. Á lista ráðuneytisins yfir EES-forgangsmál má finna ýmis mál sem varða beint hagsmuni sveitarstjórnarstigsins.

Farið var  yfir drög að lista yfir EES-forgangsmál Íslands 2018 og komu fulltrúar sambandsins á framfæri upplýsingum um mikilvæg EES hagsmunagæslumál sveitarfélaga sem þarf að fylgjast vel með, s.s. væntanlegum tilskipunum um úrgangsmál. Einnig var fjallað um borgaraáætlun ESB, sem gæti stutt vinabæjarsamstarf íslenskra og evrópskra sveitarfélaga og lýðræðisverkefni.

Forgangslistinn er settur fram  í opnu samráði á nýrri samráðsgátt stjórnarráðsins. Umsagnarfrestur er til 12. mars.

Eru sveitarfélög hvött til að láta að sér kveða um málið og koma hugsanlegum ábendingum á framfæri með umsögn.

Fundur-med-EES-reymi-utanrikisraduneytisFrá samráðsfundinum. Forstöðumaður á Brussel-skrifstofu sambandsins tók þátt í fundinum í síma. (Ljósm. IH)