Fjórtán sveitarfélög innleiða Borgað þegar hent er kerfi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í samstarfi við Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Húsnæðis og mannvirkjastofnun boðið öllum sveitarfélögum að taka þátt í verkefni um breytta innheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Verkefnið nefnist ,,Borgað þegar hent er heim í hérað“ og hefur það að markmiði að mengunarbótaregluna við meðhöndlun úrgangs.

Sveitarfélög sem taka þátt munu vinna að því að innleiða innheimtu eftir rúmmáli og gerð úrgangs við heimili á sínu svæði. Innheimt verður þá fyrir hvert ílát við heimili í gegnum Álagningakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Fjórtán sveitarfélög taka þátt en öllum sveitarfélögum bauðst þátttaka í verkefninu. Sveitarfélög sem vinna markvisst að innleiðingu Borgað þegar hent er kerfa fjölgar því jafnt og þétt.

Verkefnið kemur í beinu framhaldi af Borgað þegar hent er hraðlinum sem setur var á laggirnar í október. Ísafjarðarbær og Grímsnes- og Grafningshreppur tóku þátt í hraðlinum og nýttist reynslan af honum við undirbúning verkefnisins. Hraðallinn byggði á greiningu sem ráðgjafafyrirtækið Efla vann fyrir sambandið sem sýnir að innheimta eftir stærð og fjölda íláta, svokölluð rúmmálsleið, er einfaldasta leiðin til að innleiða Borgað þegar hent er kerfi við innheimtu. Rúmmálsleiðin mun uppfylla kröfur lagabreytinganna og krefst þess að sveitarfélög kortleggi fjölda og stærð íláta og útfæri gjaldskrá sem tekur mið af magni og tegund úrgangs.

Um áramótin tóku gildi lagabreytingar þar sem sveitarfélögum er gert að koma því þannig fyrir að innheimta verði sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs og að fast gjald skuli takmarkast við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi. Sveitarfélög þurfa að taka skref frá því að nota kerfi sem innheimtir fast gjald, í að nota kerfi sem er sniðið að því magni og tegund úrgangs sem hver og einn lætur frá sér. 

Sveitarfélögin sem taka þátt eru:  

ÁrborgHveragerðisbær
BláskógarbyggðSveitarfélagið Skagaströnd
BorgarbyggðSúðavíkurhreppur
FlóahreppurTálknafjarðarhreppur
GrundarfjarðarbærVesturbyggð
Sveitarfélagið HornafjörðurVopnafjarðarhreppur
HvalfjarðarsveitSveitarfélagið Ölfus

Sambandið hefur tekið saman svör við ýmsum spurningum er varðar innleiðingu Borgað þegar hent er kerfa á vefsíðu sinni:

Spurt og svarað í úrgangsmálum