Fjarvinna og sanngjörn umskipti

Fjarvinna og sanngjörn var yfirheiti árlegrar ráðstefnu norrænu byggðastofnunarinnar, Nordregio, sem fór fram á vefnum 23.-24. nóvember sl.

Í veftímariti Nordregio er sagt frá því sem hæst bar á ráðstefnunni, m.a. hvernig dönsk sveitarfélög eru að vinna saman að gerð loftslagsstefna og -aðgerða innan verkefnisins DK2020, sjá nánar upplýsingar frá danska sveitarfélagasambandinu KL og hvernig 170 norsk sveitarfélög eru að vinna að samþættingu loftslagsaðgerða inn í fjárhagsáætlanir. Þá er farið yfir hvernig fjarvinna hefur þegar haft áhrif á byggðamynstur á Norðurlöndunum þannig að fólk er í auknum mæli að flytja til jaðarsvæða þéttbýliskjarna og til vinsælla ferðamannastaða þar sem boðið er upp á fjölbreyttari þjónustu en í dreifbýli almennt.  Meðal framsögumanna var einn af stofnendum Remote Lab sem er sænskt þekkingar- og þróunarsetur um fjarvinnu.

Upptökur frá ráðstefnunni