Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

Aldís Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur fjármálaráðstefnu 2018, fimmtudaginn næstkomandi þann 11. október. Meginþema ráðstefnunnar er að þessu sinni verkaskipting ríkis og sveitarfélaga ásamt þeim gráu svæðum sem óskýr verkaskipting leiðir til í opinberri þjónustu. 

Aldís Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur fjármálaráðstefnu 2018, fimmtudaginn næstkomandi þann 11. október. Meginþema ráðstefnunnar er að þessu sinni verkaskipting ríkis og sveitarfélaga ásamt þeim gráu svæðum sem óskýr verkaskipting leiðir til í opinberri þjónustu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarpar einnig ráðstefnuna og Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ og Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins, rýna stöðuna í efnahagsmálum og horfur til næstu ára í afkomu sveitarfélaga. 

Af öðrum áhugaverðum erindum á ráðstefnunni má nefna greiningu á fjárhagslegri sjálfbærni sveitarfélaga, sem Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica segir frá.  Þá fjallar Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og Sigrún Þórarinsdóttir, félagsþjónustufulltrúi sambandsins, segir frá gráum svæðum í opinberri þjónustu. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, bregður jafnframt upp mynd af þeirri sýn sem notendur hafa á misræmi í þjónustu ríkis og sveitarfélaga og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri í Skagafirði, skoðar muninn á leiðandi sveitarfélögum og leiðindasveitarfélögum, svo að dæmi séu tekin úr glæsilegri dagskrá ráðstefnunnar.

Fjármálaráðstefnunni lýkur svo á fjórum málstofum, sem  fram fara fyrir hádegi næsta dag og fjallar hver um afmarkaðan þátt í rekstri sveitarfélaga eða fjármál, fræðslumál, velferðarmál og uppbyggingu og innviði.

Fjármálaráðstefnan er fjölmennasti viðurður ársins hjá sveitarstjórnarmönnum, en þátttakendur eru að jafnaði vel yfir 400 talsins. Þá er setning ráðstefnunnar söguleg að því leyti, að þetta verður í fyrsta sinn sem kona setur þingið sem formaður sambandsins.

Streymt verður beint af ráðstefnunni á vef sambandsins fyrri daginn, þann 11. október.

Fjármálaráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á http://www.samband.is/verkefnin/fjarmal-sveitarfelaga/fjarmalaradstefnur/fjarmalaradstefna-2018/