Staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga 2017

Nú liggur fyrir staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna ársins 2017. Hér er um að ræða bráðabirgðauppgjör sem er fært til bókar í ársreikningum sveitarfélaga 2017. Endanlegt uppgjör liggur svo ekki fyrir en í maílok þegar álagningarskráin verður lokuð.

Stadgreidsla-sveitarfelaga-2017

Nú liggur fyrir staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna ársins 2017. Hér er um að ræða bráðabirgðauppgjör sem er fært til bókar í ársreikningum sveitarfélaga 2017.

Endanlegt uppgjör liggur svo ekki fyrir fyrr en í maílok þegar álagningarskráinni verður lokað.

Staðgreiðsla alls landsins var á síðasta ári 179 miljarðar samanborið við 162 miljarða árið á undan og hækkaði um 10,6 % á milli ára.

Ef hver landshluti er skoðaður fyrir sig, þá hækkaði staðgreiðan hlutfallslega mest á Suðurnesjum um 19,2 % . Þar á eftir kemur Suðurland með um 11,4 % og síðan höfuðborgarsvæðið með um 10,5% hækkun.

Staðgreiðslan hækkaði hlutfallslega minnst á Vestfjörðum eða um 5,8%. Hjá öðrum landshlutum var hækkunin á bilinu 7% upp í rúmlega 9%.

Stadgreidsla-eftir-landshlutum-2017Á hlekknum hér að neðan má hala niður opið excel-skjal með nánari upplýsingum um staðgreiðsluuppgjör einstakra sveitarfélaga. Þegar sveitarfélag hefur verið valið í fellivali eru staðgreiðslutekjur gefnar upp ásamt afstemmingu, greiðslum og hlutdeild í staðgreiðslu og raunverulegum heildargreiðslum á árinu.