22. des. 2010

Útsvarsprósentur 2011

  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2011. Meðalútsvarið verður 14,41% í stað 13,12% . Með yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga á næsta ári hækkaði útsvarsheimild sveitarfélaga um 1.2 prósentustig. Sveitarfélögin geta nú samkvæmt lögum ákveðið útsvar á bilinu 12,44% til 14,48%. Af 76 sveitarfélögum leggja 66 á hámarksútsvar en 2 sveitarfélög leggja á lágmarksútsvar.

Útsvarsprósentur sveitarfélaga.