28. jún. 2010

Bráðabirgðaniðurstöður úr ársreikningum sveitarfélaga 2009

  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Bráðabirgðaniðurstöður úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2009 liggja nú fyrir. Almennt var gengið heldur fyrr frá ársreikningum sveitarfélaga í ár en undanfarin ár og má ætla að það hafi verið vegna sveitarstjórnarkosninga sem fóru fram í lok maí. Aukin áhersla hefur verið lögð á það af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga að birta bráðabirgðaniðurstöður úr ársreikningum eins fljótt og fært er.
Í 2. tbl. Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs eru birtar bráðabirgðaniðurstöður um afkomu sveitarfélaga á árinu 2009 enda þótt ekki hafi borist niðurstöður frá öllum sveitarfélögum á landinu. Engu að síður er niðurstaðan mjög marktæk þar sem hún byggir á niðurstöðum frá sveitarfélögum þar sem búa tæp 98% íbúanna.  Því verður einungis um smávægilegar breytingar á heildarniðurstöðum að ræða þegar ársreikningar frá öllum sveitarfélögum landsins liggja fyrir.

2. tbl. Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs.