12. feb. 2015

Útkomuspá 2014

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur birt útkomuspá fyrir rekstur sveitarfélaga árið 2014. Með útkomuspá  fyrir árið 2014 fást upplýsingar um hver sé líkleg útkoma á rekstri sveitarfélagsins á árinu. Hún gefur viðkomandi sveitarstjórnum möguleika á að átta sig á hvar orsökin liggur ef sett markmið hafa ekki náðst. Þannig hafa þær möguleika á að taka nauðsynlegar ákvarðanir við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta rekstrarár. Einnig gefa útkomuspárnar möguleika á að fá bráðabirgðaniðurstöður fyrir afkomu sveitarfélaganna tiltölulega snemma eftir að rekstrarárið er liðið.