23. okt. 2014

Forsendur í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga um útsvarshlutfall á árinu 2015

  • percentage-calculator

Sambandinu hafa að undanförnu borist fyrirspurnir frá nokkrum sveitarfélögum um hvert verði hámarksútsvar á árinu 2015. Ráðgjöf sambandsins til sveitarfélaga er á þessu stigi að miða við að hámarksútsvarið verði 14,52%.

Skýring:

Samkvæmt 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er hámarksútsvarið 14,48% og lágmarksútsvar 12,44%. Í tengslum við yfirstandandi endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga var í desember 2013 varð að samkomulagi milli ríkisins og sambandsins að álagningarhlutfall útsvars vegna yfirfærslunnar yrði 1,24% í stað 1,20%. Rétt er að taka fram að álagningarhlutfall tekjuskatts lækkaði að sama skapi um 0,04%. Var því samþykkt lagabreyting sem kveður á um svohljóðandi bráðabirgðaákvæði við lögin:

XVI. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má útsvar af tekjum manna á árinu 2014 nema allt að 14,52% af útsvarsstofni.

Í frumvarpi um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015 er miðað við að bráðabirgðaákvæðið verði framlengt um eitt ár.  Áfram standa yfir viðræður um endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslunnar. Fulltrúar sambandsins í þeirri vinnu telja að hækkunin sem ákveðin var í fyrra sé ekki nægileg og semja þurfi um hærra útsvarshlutfall gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts en niðurstöður liggja enn ekki fyrir. Stjórnendum sveitarfélaga er því bent á að fylgjast með upplýsingum um afgreiðslu fjárlagafrumvarps og tengdra frumvarpa en sambandið mun að sjálfsögðu upplýsa sveitarfélögin um hvort viðræður leiða til niðurstöðu.