09. okt. 2014

Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði

Í ræðu sinni á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun ræddi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars um samskipti ríkis og sveitarfélaga og kynnt nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál sem lagt verður fram á Alþingi á næstunni. Hann sagði frumvarpið ekki bara varða fjárreiður ríkisins heldur væri því einnig ætlað að sauma betur saman samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði,“ sagði ráðherra. 

Hann sagði að grundvallarforsenda nýrra laga um fjárreiður ríkisins og um stefnumótun um þróun opinberra fjármála væri samkomulag við sveitarfélögin. Grunngildin sem stuðst er við í frumvarpinu eru að sögn ráðherra: Sjálfbærni, varfærni, að stefna undirbyggi stöðugleika og gagnsæi.