15. apr. 2014

Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014

  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í sjöunda sinn tekið saman upplýsingar um kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og kjör starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessar skýrslur hafa verið gerðar á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Markmið þessa verks er að draga saman upplýsingar um þessi mál eftir mismunandi stærðum sveitarfélaga þannig að sveitarstjórnarmenn hverju sinni hafi yfirlit um hver kjöri í raun eru og hvernig dreifing þeirra er þegar tekin skal ákvörðun um slík mál. Með því að hafa tiltækar sambærilegar upplýsingar um þessi mál fæst einnig með tímanum gott yfirlit um hvernig þróun þeirra hefur verið gegnum árin.


Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna (útg. apríl 2014)