12. mar. 2014

Niðurstöður fjárhagsáætlana 2014-2017

  • Forsida_3tbl_6arg

Niðurstaða fjárhagsáætlana fyrir samstæðu sveitarfélaga fyrir árin 2014-2017 er að sveitarfélögin hafa í heildina tekið góð tök á fjármálum sveitarsjóða og B-hluta fyrirtækja. Þróunin virðist stefna til betri vegar ár frá ári. Á tímabilinu fer rekstrarafkoma í heildina tekið batnandi, veltufé frá rekstri styrkist og skuldir lækka.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju tölublaði af Fréttabréfi Hag- og upplýsingasviðs sambandsins, sem kom út í dag. Í samandregnu yfirliti kemur einnig fram að það stefni í fjárhagslega rétta átt hjá íslenskum sveitarfélögum og stofnunum þeirra á næstu fjórum árum. Ekki má þó mikið útaf bera varðandi almennt aðhald í rekstri, varfærni í fjárfestingum og lántöku til fjárfestinga þannig að sú mynd sem dregin hefur verið upp breytist verulega.