14. jún. 2013

Fréttabréf hag- og upplýsingasviðs – Ársreikningar 2012

  • Frettabref-HogU

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má nú finna fjórða tölublað 5. árgangs Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs. Í fréttabréfinu er farið yfir ársreikninga sveitarfélaga 2012. Í ritinu kemur m.a. fram að miðað við niðurstöður ársreikninga 2011 hefur afkoma sveitarfélaga almennt batnað og fjárhagslegur styrkur þeirra hefur farið vaxandi. Fjármagnskostnaður hefur lækkað og tekjur aukist.

Fréttabréf hag- og upplýsingasviðs.