20. ágú. 2012

Handbók um reikningsskil og fjármál sveitarfélaga

  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út á vefnum Handbók um reikningsskil og fjármál sveitarfélaga. Í handbókinni er yfirlit um öll lög og reglugerðir er varða reikningsskil og fjármál sveitarfélaga auk annars efnis sem tengjast fjármálum sveitarfélaganna.

Bókinni er skipt upp í níu kafla:

  1. Inngangur
  2. Lög
  3. Samstarf ríkis og sveitarfélaga
  4. Jöfnunarsjóður
  5. Reikningsskil sveitarfélaga
  6. Fjármál sveitarfélaga
  7. Upplýsingaskylda sveitarfélaga
  8. Eftirlit með fjármálum sveitarfélaga
  9. Alþjóðasamstarf

Handbókin er vistuð á vef Innanríkisráðuneytisins á slóðinni: http://brunnur.stjr.is/IRR/Netbok_RoU.nsf