29. nóv. 2011

Minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar

  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Í minnisblaðinu, sem fylgir með þessari frétt, segir m.a.

Þróun ýmissa matskenndra þátta getur verið mjög staðbundin. Þeir eru þess eðlis að það er mjög erfitt eða ómögulegt fyrir utanaðkomandi matsaðila að gefa út spár fyrir einstök sveitarfélög þar að lútandi. Þar má nefna atvinnuleysi (atvinnuþátttöku), hagvöxt og fjárfestingu. Mikill munur getur verið á milli einstakra sveitarfélaga hvað þessa þætti varðar, enda þótt þau liggi nálægt hvort öðru. Í slíkum tilvikum verður sveitarstjórn hverju sinni að leggja mat á þróun þessara þátta innan sveitarfélagsins eftir bestu vitund og fyrirliggjandi upplýsingum.

Í minnisblaðinu er m.a. fjallað um:

  1. Verðbólgu
  2. Atvinnuleysi
  3. Gengismál
  4. Vaxtamál
  5. Hagvöxt
  6. Einkaneyslu
  7. Fjárfestingu

Það er von sambandsins að samantekt þessi komi að gagni við frágang fjárhagsáætlunarinnar.

Minnisblað hag- og upplýsingasviðs sambandsins um forsendur fjárhagsáætlunar

.