28. sep. 2011

Skráning hafin á fjármálaráðstefnu 2011

  • Fjarmalaradstefna 2011

Skráning er hafin á Fjármálaráðstefna sveitarfélaga sem verður haldin dagana 13. og 14. október nk. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica í sölum A og B á jarðhæð hótelsins.

Skráning og afhending ráðstefnugagna hefst kl. 9:30 fimmtudaginn 13. október en ráðstefnan hefst kl. 10:00 og stendur fram til kl. 16:30. Þá verður boðið upp léttar veitingar framan við ráðstefnusalinn. Ráðstefnan hefst að nýju kl. 9:00 föstudaginn 14. október og stendur til kl. 12:00.

Innheimt verður 10.500 kr. þátttökugjald af hverjum þátttakanda. Innifalið í því eru kaffiveitingar á ráðstefnunni ásamt ráðstefnugögnum. Þá er boðið upp á hádegisverð 13. október gegn 3.450 kr. greiðslu aukalega og þarf að taka fram við skráningu hvort þátttakendur ætla að nýta sér hádegisverðinn eða ekki.

Skráningu lýkur mánudaginn 10. október nk. Eru það vinsamleg tilmæli að skráningarfrestur sé virtur, til að auðvelda starfsmönnum sambandsins undirbúning ráðstefnunnar.

Flugleiðahótel bjóða upp á sérkjör vegna gistingar á Hilton Reykjavík Nordica og Hótel Natura (Loftleiðir). Taka þarf fram við bókun að gistingin sé í tengslum við ráðstefnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, en viðkomandi greiði gistinguna sjálfur.

Skráningarsíða

.