30. ágú. 2011

Ársreikningar sveitarfélaga 2010

  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Ársreikningar sveitarfélaga 2010 eru nú komnir inn á heimasíður sambandsins. Hægt er að nálgast þá á síðu Upplýsingaveitu sveitarfélaga  eða í sérstökum exceltöflum (pivot).  Um er að ræða rekstarreikninga, efnahagsreikninga, sjóðsstreymi og sundurliðun á rekstri aðalsjóðs. Einnig hefur verið uppfært sérstakt excel skjal sem sýnir ýmsar lykiltölur á myndrænan hátt.

Gert er ráð fyrir að Árbók sveitarfélaga 2011 komi síðan út í lok næsta mánaðar.