29. sep. 2015

Notaðu lykiltölur við stjórnun

– þekktu sveitarfélagið þitt

Í tengslum við árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga gaf samband íslenskra sveitarfélaga út ritið „ Notaðu lykiltölur við stjórnun – þekktu sveitarfélagið þitt“. Í ritinu eru birtar nítján lykiltölur fyrir sveitarfélög landsins þar sem hægt er að bera stöðu þeirra saman á margvíslegan hátt.

Lykiltölurnar tengjast niðurstöðum úr almennum rekstri sveitarfélaganna, fræðslumálum og félagsþjónustu. Niðurstöður fyrir hverja lykiltölu eru birtar tölulega, myndrænt og landfræðilega. Í síðasttöldu framsetningunni eru sveitarfélögin flokkuð niður landfræðilega eftir stöðu þeirra gagnvart hverri lykiltölu fyrir sig. Eðli hverrar lykiltölu er skýrt út á staðlaðan hátt í sérstökum texta. Á þennan hátt er hægt á einfaldan hátt að bera saman stöðu hvers sveitarfélags gagnvart nálægum sveitarfélögum eða sveitarfélögum sem eru áþekk að stærð. Framsetning af þessum toga nýtist vel til að glöggva sig í grófum dráttum á stöðu hvers og eins sveitarfélags.