13. júl. 2016

Ársreikningar A-hluta 2015

Niðurstöður liggja fyrir um ársreikninga 68 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2015. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna. Í 5. tölublaði Fréttabréfs hag- og upplýsingasvið sambandsins eru birtar niðurstöður úr A-hluta ársreikninga þessarra sveitarfélaga. Undir A-hluta starfsemi sveitarfélaga falla verkefni sem að mestu eru fjármögnuð af skatttekjum. Þar má nefna verkefni eins og fræðslumál, félagsþjónustu, æskulýðs- og íþróttamál, umhverfismál og skipulagsmál. Starfsemi sveitarfélaga sem fellur undir B-hluta er aftur móti að mestu fjármögnuð með þjónustutekjum og eru helstu verkefni sem þar um ræðir  veitustarfsemi, rekstur hafna og félagslegar íbúðir.