16. sep. 2019

Árshlutauppgjör stærstu sveitarfélaganna fyrri hluta árs 2019

  • 2019_1

Fjögur stærstu sveitarfélög landsins, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Akureyrarbær hafa birt árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. En sveitarfélögum er ekki skylt að lögum að birta árshlutauppgjör.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman uppgjör þessara sveitarfélaga, en í þeim búa rúmlega 60% landsmanna. Samantekt sambandsins tekur eingöngu til A-hluta starfseminnar, þ.e. þess hluta sem fjármagnaður er að stærstum hluta af skattfé.

Í töflu 1 er sýndur samanlagður rekstrarreikningur sveitarfélaganna. Tekjumegin er vakin athygli á lækkun „þjónustutekna og annarra tekna“ um 2,5 ma.kr. Lækkunina má rekja til samdráttar á sölu byggingaréttar hjá Reykjavíkurborg.

Tafla 1. Rekstrarreikningur fyrri hluta árs 2019 og 2018.

2019_1Nettó fjármunatekjur lækkuðu verulega, um 17,7%. Rekstrarniðurstaða versnaði umtalsvert milli ára. Hún nam 4,6% af tekjum á fyrri hluta árs 2018 en lækkaði niður í 1,1% 2019. Rekstrarniðurstaða Akureyrarbæjar og Hafnafjarðarkaupstað var neikvæð, en jákvæð í Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ. Niðurstaðan er ívið lakari hjá öllum sveitarfélögum en áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir.

Heildareignir þessara sveitarfélaga námu í júnílok samtals 346,5 ma. kr. og hækkuðu um 6,3 ma.kr frá áramótum til júníloka, eins og sjá má í töflu 2. Skuldir og skuldbindingar hækkuðu um 8,3 ma. kr. frá áramótum sem er 4% hækkun.

Tafla 2. Efnahagsreikningur, júnílok 2019 og árslok 2018

2019_2Veltufé frá rekstri á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 8,6 ma.kr. sem er eilítið lakara en á sama tímabili í fyrra. Svarar veltuféð til 8,6% af heildartekjum, samanborið við 8,9% á sama tíma í fyrra. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru mjög miklar í fyrra. Tafla 3 sýnir að þær voru töluvert minni á fyrri hluta þessa árs, eða sem nemur 1.550 m.kr. sem er 13,2% samdráttur. Mestur var samdrátturinn hjá Akureyrarbæ eða um 60% og um 27% hjá Reykjavíkurborg. Á hinn bóginn jukust fjárfestingar Kópavogsbæjar verulega og rúmlega tvöfölduðust. Fjárfestingar jukust einnig hjá Hafnarfjarðarkaupstað, eða um 12,3%.

Tafla 3. Sjóðstreymi fyrri hluta árs 2019 og 2018

2019_3