28. okt. 2015

Árbók sveitarfélaga 2015 komin út

Árbók sveitarfélaga 2015 er komin út. Í árbókinni er að finna áhugaverða tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga og er leitast við að gera upplýsingar úr ársreikningum eins samanburðarhæfar milli sveitarfélaga og fært er.

Bókin kostar 4.000 krónur og er hægt að panta árbókina í gegnum netfangið sigridur@samband.is. Þeir sem lögðu inn pantanir á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fá bókina senda á næstu dögum.

Að venju verður bókin aðgengileg á vef sambandsins eftir nokkrar vikur.