Fréttir og tilkynningar: apríl 2020

Fyrirsagnalisti

29. apr. 2020 : Dökkar horfur og krafa um viðræður við ríkið

Á fundi stjórnar sambandsins föstudaginn 24. apríl sl. var fjallað um áhrif Covid-19 á sveitarfélögin og þá sérstaklega hugsanlegt tekjufall þeirra.

Nánar...

27. apr. 2020 : Umsögn sambandsins um aðgerðarpakka tvö

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp til fjáraukalaga og frumvarp um frekari aðgerðir aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í umsögninni er lýst óánægju með hve lítið samráð var haft við sambandið um þennan annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.

Nánar...

22. apr. 2020 : Varnir, vernd og viðspyrna

Ríkisstjórnin kynnti á fundi í gær, 21. apríl, aðgerðarpakka 2 um viðspyrnu Íslands gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum í kjölfar COVID-19 faraldrinum. Pakkanum er skipt upp í tvo meginhluta sem hver um sig skiptist upp í þrjá flokka; Varnir, Vernd og Viðspyrnu.

Nánar...

02. apr. 2020 : Minnisblað um frestun gjalddaga fasteignaskatta

Lögfræði- og velferðarsvið hefur tekið saman minnisblað þar sem fjallað er frestun gjalddaga fasteignaskatts. Mörg sveitarfélög hafa farið þá leið að fresta gjalddögum fasteignaskatts ásamt því sem Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru þar sem meðal annars var samþykkt heimild til að fresta gjalddögum fasteignaskatts.

Nánar...