Fréttir og tilkynningar: 2019

Fyrirsagnalisti

06. des. 2019 : Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum

Althingi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skilað inn umsögn sína á 391. máli sem nú liggur fyrir Alþingi, um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlög.

Nánar...

15. nóv. 2019 : Árbók sveitarfélaga 2019

35. árgangur af Árbók sveitarfélaga er komin út. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga.

Nánar...

01. nóv. 2019 : Lánasjóður sveitarfélaga fær vottun á umgjörð um græn skuldabréf

ls-logo-isl_1024_300px

Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins („Green Bond Framework”) í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf. Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum í samræmi við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.

Nánar...

04. okt. 2019 : Innleiðing Heimsmarkmiða stuðlar að markvissari stjórnun

„Það er enginn vafi í mínum huga að innleiðing Kópavogsbæjar á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þau stjórntæki sem þeim fylgja munu gagnast okkur vel og skila sér í mun markvissari stjórnun verkefna bæjarins,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi

Nánar...

03. okt. 2019 : Heimastjórnir á Austurlandi

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri Djúpavogshrepps gerði grein fyrir að vinnu samstarfshóps sveitarfélaganna sem nú undirbúa kosningu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem fram fara 26. október næstkomandi.

Nánar...

03. okt. 2019 : Ákall dagsins er sjálfbærni

„Ákall dagsins er sjálfbærni. Hvert sem við förum og hvað sem við gerum þurfum við alltaf að hafa þetta í huga."

Nánar...

03. okt. 2019 : Stutt samdráttarskeið en vaxandi óvissa um framhaldið

Katrín Ólafsdóttir lektor hjá HR fjallaði um stöðu efnahagsmála, helstu áskoranir og útlit á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna.

Nánar...

03. okt. 2019 : Minnkandi rekstrarafgangur stærstu sveitarfélaganna

Rekstrarafgangur fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins dróst umtalsvert saman fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2018.

Nánar...

03. okt. 2019 : Starf Jónsmessunefndar í uppnámi

Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að samstarfið í samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga, svokallaðri Jónsmessunefnd, hafi verið í uppnámi undanfarið.

Nánar...

03. okt. 2019 : Talsamband við sveitarfélögin að komast á að nýju

„Það er rétt að það hefur stundum andað köldu milli ríkis og sveitarfélaga út af einstaka málum," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra m.a. í ávarpi sínu á fjármálraráðstefnunni í morgun

Nánar...
Síða 1 af 4