Fréttir og tilkynningar: september 2018

Fyrirsagnalisti

18. sep. 2018 : Skráning hafin á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Fjarmalaradstefna-2018

Skráning er hafin á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Meginþema ráðstefnunnar snýr að þessu sinni að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, gráum svæðum í opinberri þjónustu og stöðu sveitarfélaga gagnvart stórum þjónustuverkefnum. Ráðstefnan hefur jafnan verið fjölmennasti viðburður sveitarfélaganna, með um og yfir 400 þátttakendur á ári hverju. 

Nánar...

18. sep. 2018 : Sex mánaða uppgjör stærstu sveitarfélaganna

Tekjur-staerstu-sveitarfelaga-092018

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman sex mánaða uppgjör fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins eða Reykavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðarbæjar og Akureyrarkaupstaðar. Samantektin tekur til A-hluta starfseminnar, sem er sá hluti sem fjármagnaður er að stærstum hluta af skattfé. Um 60% landsmanna eru búsettir í þessum sveitarfélögum. Á heildina litið stefnir í að skuldahlutfall þeirra fari lækkandi.

Nánar...