Fréttir og tilkynningar: maí 2018
Fyrirsagnalisti
Stenst ekki nánari skoðun
Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við skýrslu, sem Samtök Atvinnulífsins (SA) gáfu nýlega út um fjármál 12 stærstu sveitarfélaga landsins, í minnisblaði sem Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hefur tekið saman.
Nánar...Ársfundur Brúar
Ársfundur Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, fer fram í hádeginu mánudaginn 4. júní nk. Allir sjóðsfélagar, fulltrúar launagreiðenda og fulltrúar viðkomandi stéttarfélaga hafa málfrelsi og tillögurétt á ársfundum sjóðsins.
Nánar...Viðbótarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna þjónustu við fatlað fólk, alls 200 m.kr.
Nánar...Samráð og samstarf í opinberum rekstri

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023. Fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lýsir forgangsröðun þeirra verkefna sem áformuð eru og fjármögnun þeirra. Í umsögninni er meðal annars farið fram á að gistináttagjald renni til sveitarfélaga þegar á næsta ári.
Nánar...