Fréttir og tilkynningar: apríl 2018

Fyrirsagnalisti

26. apr. 2018 : Sameiginleg ábyrgð og áhugaverð verkefni

Mikilvægur kafli í samkomulagi við ríkið vegna afkomu- og efnahagsmarkmiða sveitarfélaga fjallar um sameiginleg verkefni. Eitt þeirra er hlutlæg úttekt utanaðkomandi sérfræðinga á því hversu fjárhagslega sjálfbær sveitarfélögin geti talist m.v. núverandi tekjuskiptingu annars vegar og lögbundna eða hefðbundna þjónustu hins vegar, en þetta hlutlæga mat er grundvöllur þess að ræða megi af sanngirni hugsanlega styrkingu á tekjustofnum sveitarfélaga. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, gerir þetta nýgerða samkomulag ríkis og sveitarfélaga að umfjöllunarefni sínu í leiðara nýjasta tölublaðs Sveitarstjórnarmála.

Nánar...

10. apr. 2018 : Aldursdreifing í sveitarfélögum

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur uppfært myndrænt excel-líkan fyrir aldursdreifingu sveitarfélaga á árunum 1998-2018. Um svonefnda aldurspýramída er að ræða, sem sýna með aðgengilegu móti þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningu einstakra sveitarfélaga á þessu tímabili.

Nánar...

06. apr. 2018 : Aukin áhersla á umbætur í opinberri starfsemi

 Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023 var undirritað í dag af Halldóri Halldórssyni, formanni og Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og hins vegar af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jónssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Nánar...