Fréttir og tilkynningar: desember 2017

Fyrirsagnalisti

29. des. 2017 : Ýmsar breytingar á skattalögum taka gildi um áramót

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á frétt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem gerð er grein fyrir ýmsum breytingum á skattalögum sem taka gildi um áramót. Í fréttinni kemur fram að miðað við fyrirliggjandi ákvarðanir sveitarstjórna munu aðeins tvö sveitarfélög breyta útsvari sínu um áramótin og verður meðalútsvar í staðgreiðslu óbreytt, 14,44%.

Nánar...

20. des. 2017 : Mörg brýn verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar í sveitarstjórnarmálum

Sigurður Ingi Jóhannsson hitti í gær fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga að máli, í fyrsta sinn sem nýr sveitarstjórnarmálaráðherra. Aukið samráð og stuðningur við sveitarfélög vegna uppbyggingar innviða, er á meðal brýnustu verkefna.

Nánar...

08. des. 2017 : Skólamál bætast við myndrænt talnaefni

Lykiltölur í skólamálum hafa bæst við það talnaefni sem hefur verið fáanlegt á vef sambandsins einnig í myndrænni framsetningu. Þar með hafa fimm mismunandi talnaflokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir myndræna greiningu.

Nánar...