Fréttir og tilkynningar: 2016 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

13. júl. 2016 : Ársreikningar A-hluta 2015

Niðurstöður liggja fyrir um ársreikninga 68 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2015. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna. Í 5. tölublaði Fréttabréfs hag- og upplýsingasvið sambandsins eru birtar niðurstöður úr A-hluta ársreikninga þessarra sveitarfélaga.

Nánar...

04. maí 2016 : Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í áttunda sinn tekið saman upplýsingar um kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og kjör starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessi könnun hefur verið framkvæmd á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Nánar...

18. apr. 2016 : Tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga með nýju samkomulagi

Samkomulag vegna markmiða um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2017-2021 var í dag undirritað af fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samkomulagið markar tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og byggir á nýjum lögum um opinber fjármál.  Í þeim er kveðið á um nýjar áherslur þar sem horft er á opinber fjármál sem heild og áhersla lögð á að tryggja gott samspil opinberra fjármála og hagstjórnar.

Nánar...

19. feb. 2016 : Samráðsfundur um áhrif laga um opinber fjármál á sveitarfélögin

Lög um opinber fjármál nr. 123/2015 eru komin til framkvæmda.  Í 11. gr. laganna er fjallað um samskipti og samráð ríkis og sveitarfélaga. Sambandið kom að mótun þessarar lagasetningar og hefur þróun og staða málsins hverju sinni verið kynnt fyrir sveitarfélögum á fjármálaráðstefnum og landsþingum undanfarin ár.

Nánar...

29. jan. 2016 : Upplýsingar um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2016 og 2016-2019

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gefið út tvö fréttabréf er varða fjárhagsáætlanir sveitarfélaga árin 2016-2019.

Nánar...

19. jan. 2016 : Umsagnir um húsnæðisfrumvörp

Eins og kunnugt er fjallar velferðarnefnd Alþingis nú um fjögur frumvörp sem ætlað er að innleiða framtíðarskipan húsnæðismála. Öll frumvörpin hafa snertifleti við sveitarfélögin og hefur sambandið nú látið í té umsagnir um þau.

Nánar...

06. jan. 2016 : Ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Birt hefur verið ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga en reikningsskila- og upplýsinganefnd skal gera tillögu um slíka reglugerð samkvæmt ákvæði 75. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Reglugerðin skal innihalda samræmdan upplýsingalykil, vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana og vinnslu, meðferð, form og innihald ársreiknings og meðferð á skýrslum endurskoðanda um hann. Fyrri reglugerð er frá árinu 2000, nr. 944/2000, með síðari breytingum.

Nánar...
Síða 2 af 2