Fréttir og tilkynningar: september 2016

Fyrirsagnalisti

26. sep. 2016 : Erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Hægt er að nálgast glærur og upptökur á heimasíðu sambandsins.

Nánar...

22. sep. 2016 : Skýrsla starfshóps um auknar tekjur af ferðamönnum

Á vettvangi sambandsins hefur ítrekað verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélögin fái auknar tekjur af komu ferðamanna til landsins.

Nánar...

22. sep. 2016 : Framtíðarskipan húsnæðismála að skapi sveitarfélaga

Niðurstaða ríkisvalds og Alþingis um framtíðarskipan húsnæðismála er í góðu samræmi við stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin hljóta því að styðja þessar aðgerðir, sagði Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafi enda lengi beðið eftir slíkri niðurstöðu og nú liggi hún fyrir að mestu.

Nánar...

22. sep. 2016 : Hagur sveitarfélaga vænkast

Tiltæk uppgjör sveitarfélaga, vegna fyrri hluta ársins 2016, benda til þess að hagur sveitarfélaga sé að vænkast. Skuldir hafa minnkað að tiltölu við tekjur. Þetta kom fram í ávarpi Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, við upphaf fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag.

 

Nánar...

19. sep. 2016 : Samræmt og sveigjanlegt lífeyrisskerfi til framtíðar

Undirskriftlifeyrismal

Mánudaginn 19. september var skrifað undir samkomulag ríkissjóðs, sveitarfélaganna, BSRB, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Breytingarnar taka til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar – lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

Nánar...

19. sep. 2016 : Kópavogsbær opnar bókhaldið

Kópavogsbær hefur opnað bóhald sveitarfélagsins með aðgengilegri veflausn á vefsíðu bæjarins. Þar er að finna upplýsingar um færslur ársins 2014, 2015 og fyrstu 6 mánuði ársins 2016. Kópavogsbær er fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi sem opnar bókhald sitt með þessum hætti og markar viðburðurinn tímamót í stjórnsýslu á Íslandi.

Nánar...

15. sep. 2016 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 22. september og föstudaginn 23. september á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.

Nánar...