Fréttir og tilkynningar: 2016

Fyrirsagnalisti

23. des. 2016 : Útsvarsprósentur 2017

percentage-calculator

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2017. Meðalútsvarið lækkar um 0,01 prósentustig verður 14,44%. Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 54 á hámarksútsvar og 3 leggja á lágmarksútsvar.

Nánar...

10. okt. 2016 : Yfirlýsing ríkis og sveitarfélaga vegna stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna

Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa lýst því yfir að efni lagafrumvarps um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sé ekki í fullu samræmi við samkomulag sem samtökin gerðu við ríki og sveitarfélög og undirritað var þann 19. september sl. Að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga er fullt samræmi milli samkomulagsins og lagafrumvarpsins.

Nánar...

26. sep. 2016 : Erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Hægt er að nálgast glærur og upptökur á heimasíðu sambandsins.

Nánar...

22. sep. 2016 : Skýrsla starfshóps um auknar tekjur af ferðamönnum

Á vettvangi sambandsins hefur ítrekað verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélögin fái auknar tekjur af komu ferðamanna til landsins.

Nánar...

22. sep. 2016 : Framtíðarskipan húsnæðismála að skapi sveitarfélaga

Niðurstaða ríkisvalds og Alþingis um framtíðarskipan húsnæðismála er í góðu samræmi við stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin hljóta því að styðja þessar aðgerðir, sagði Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafi enda lengi beðið eftir slíkri niðurstöðu og nú liggi hún fyrir að mestu.

Nánar...

22. sep. 2016 : Hagur sveitarfélaga vænkast

Tiltæk uppgjör sveitarfélaga, vegna fyrri hluta ársins 2016, benda til þess að hagur sveitarfélaga sé að vænkast. Skuldir hafa minnkað að tiltölu við tekjur. Þetta kom fram í ávarpi Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, við upphaf fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag.

 

Nánar...

19. sep. 2016 : Samræmt og sveigjanlegt lífeyrisskerfi til framtíðar

Undirskriftlifeyrismal

Mánudaginn 19. september var skrifað undir samkomulag ríkissjóðs, sveitarfélaganna, BSRB, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Breytingarnar taka til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar – lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

Nánar...

19. sep. 2016 : Kópavogsbær opnar bókhaldið

Kópavogsbær hefur opnað bóhald sveitarfélagsins með aðgengilegri veflausn á vefsíðu bæjarins. Þar er að finna upplýsingar um færslur ársins 2014, 2015 og fyrstu 6 mánuði ársins 2016. Kópavogsbær er fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi sem opnar bókhald sitt með þessum hætti og markar viðburðurinn tímamót í stjórnsýslu á Íslandi.

Nánar...

15. sep. 2016 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 22. september og föstudaginn 23. september á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.

Nánar...

23. ágú. 2016 : Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar

Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.

Nánar...
Síða 1 af 2