Fréttir og tilkynningar: september 2015

Fyrirsagnalisti

29. sep. 2015 : Notaðu lykiltölur við stjórnun

Í tengslum við árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga gaf samband íslenskra sveitarfélaga út ritið „Notaðu lykiltölur við stjórnun – þekktu sveitarfélagið þitt“. Í ritinu eru birtar nítján lykiltölur fyrir sveitarfélög landsins þar sem hægt er að bera stöðu þeirra saman á margvíslegan hátt.

Nánar...

28. sep. 2015 : Lífleg skoðanaskipti um vinnumat kennara

„Aðalmálið er að leggja áherslu á nám og framfarir nemenda í skólastarfinu og komast út úr mínútutalningu og argaþrasi um smáatriði, sem einkenndi tungutak og hugarfar kjarasamninga fyrri ára. Hugsa frekar um kjarnastarf skólans,“ sagði Karl Frímannsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Hann var annar tveggja framsögumanna um innleiðingu og áhrif vinnumats grunnskólakennara.

Nánar...

28. sep. 2015 : Miklar sveiflur á fáum árum

„Búsetubreytingar og breytt aldursskipting íbúanna hafa áhrif á afkomu sveitarfélaga. Sveitarstjórnir ættu að gefa þessari þróun gaum,“ sagði Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Hann brá upp myndum sem sýna mikla sögu um búsetuþróunina frá 1998.

Nánar...

25. sep. 2015 : Undanþágubeiðnir brátt afgreiddar í velferðarráðuneyti

Velferðarráðuneytið mun fljótlega afgreiða beiðnir nokkurra sveitarfélaga um undanþágu frá því að uppfylla lagaskilyrði um lágmarksfjölda íbúa innan þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks. Nokkrum sveitarfélögum var veitt slík undanþága í febrúar 2015.

Nánar...

25. sep. 2015 : Húsnæðismálin efst í huga velferðarráðherra

Velverðarráðherra sagði að ríki og sveitarfélög yrðu að taka höndum saman um lausnir og leiðir til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á ódýru húsnæði. Ríkið geti lagt sitt af mörkum með því að breyta byggingarreglugerð og skipulagslögum.

Nánar...

25. sep. 2015 : Aukin útgjöld vegna ferðafólks en hvar eru tekjurnar?

Hlutverk sveitarfélaga í ferðaþjónustu á Íslandi er verulegt og vaxandi og útgjöld þeirra aukast í samræmi við það. Sveitarfélögin skortir hins vegar tekjur til að standa undir þjónustu sinni og verkefnum, þrátt fyrir að mörg ný störf hafi skapast í greininni sem hafa fært sveitarfélögum útsvarstekjur. Þetta kom fram í erindi Kristins Jónassonar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

25. sep. 2015 : Markviss rannsókn á heimasíðum skilaði auknum skatttekjum!

Hvalfjarðarsveit jók skatttekjur sínar um nær 2,5 milljónir króna á ári með því að innheimta hærri fasteignagjöld hjá eigendum sumarhúsa, sem leigðu þau út til ferðafólks en greiddu ekki af eigninni til sveitarfélagsins í samræmi við þá starfsemi.  Þetta kom fram í erindi Skúla Þórðarsonar sveitarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

25. sep. 2015 : Hvergi minnst á sveitarfélög í EES-samningnum en þau framkvæma samt 75% EES-löggjafarinnar!

Sveitarfélög koma að framkvæmd allt að 75% Evrópulöggjafarinnar, svo fyrir liggur að flestar ákvarðanir á EES-vettvangi varða þau á einn eða annan hátt. Sveitarfélögum ber að framfylgja EES-samningnum og þau eru mikilvægasti framkvæmdaraðili samningsins. Samt er hvergi á þau minnst í EES-samningnum!

 

Nánar...

25. sep. 2015 : Uppskrift að undirbúningi fjárhagsáætlunar

„Til að fjárhagsáætlun sveitarfélags nýtist sem stjórntæki þurfa ýmsar forsendur að vera til staðar og ábyrgð á einstökum þáttum, hvað varðar undirbúning og eftirfylgni með framkvæmd fjárhagsáætlunar, verður að vera vel skilgreind og skýrt afmörkuð,“ sagði Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar, í erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

25. sep. 2015 : Sveitarfélag láni til íbúðakaupa?

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, upplýsti á fjármálaráðstefnunni að í forystusveit sveitarfélagsins hefði verið hreyft hugmynd um að það láni ungu fólki fyrir útborgun í íbúð í tilteknum tilvikum.

Nánar...
Síða 1 af 3