Fréttir og tilkynningar: febrúar 2015

Fyrirsagnalisti

12. feb. 2015 : Útkomuspá 2014

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur birt útkomuspá fyrir rekstur sveitarfélaga árið 2014. Með útkomuspá  fyrir árið 2014 fást upplýsingar um hver sé líkleg útkoma á rekstri sveitarfélagsins á árinu. Hún gefur viðkomandi sveitarstjórnum möguleika á að átta sig á hvar orsökin liggur ef sett markmið hafa ekki náðst

Nánar...

11. feb. 2015 : Þróun fjármála sveitarfélaga í heildina litið jákvæð

Komin er út ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir tímabilið 2013-2014. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að ekki verði annað séð en að fjármál sveitarfélaga einkennist af stöðugleika og að þróunin sé í heildina jákvæð. Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfsemi nefndarinnar og þar er einnig að finna yfirlit yfir þróun fjármála sveitarfélaga frá 2007 til 2013.

Nánar...

03. feb. 2015 : Niðurstöður fjárhagsáætlana fyrir árið 2015

Niðurstöður fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2015 liggja nú fyrir. Þær hafa verið gefnar út í 1. tbl, 7. árg., Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Niðurstöður höfðu borist með rafrænum skilum frá 64 sveitarfélögum sem eru mun betri skil en á þessum tíma fyrir ári síðan.

Nánar...