Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

29. des. 2015 : Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps vegna fasteignaskatts, vegna tekjujöfnunarframlags og vegna útgjaldajöfnunarframlags.

Nánar...

17. des. 2015 : Skýrsla um ársfund hagdeilda norrænu sveitarfélagasambandanna 2015

Ársfundur hagdeilda norrænu sveitarfélagasambandanna var haldinn í borginni Visby á Gotlandi í Svíþjóð dagana 27. – 30. ágúst. Alls sóttu fundinn 25 starfsmenn hagdeilda sveitarfélagasambandanna í hinum norrænu ríkjum. Af Íslands hálfu sótti Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs fundinn.

Nánar...

19. nóv. 2015 : Minnisblað vegna þjóðhagsspár í nóvember 2015

Niðurstöður úr þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í apríl 2015 voru sendar til sveitarfélaganna í byrjun júlí ásamt fleiri upplýsingum. Það var gert þeim til aðstoðar við undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlana. Vel flest sveitarfélög eru  langt komin með frágang fjárhagsáætlunar þegar þjóðhagsspá er birt nú í nóvember.

Nánar...

28. okt. 2015 : Árbók sveitarfélaga 2015 komin út

Árbók sveitarfélaga 2015 er komin út. Í árbókinni er að finna áhugaverða tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga og er leitast við að gera upplýsingar úr ársreikningum eins samanburðarhæfar milli sveitarfélaga og fært er.

Nánar...

16. okt. 2015 : Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar

Athygli sveitarfélaga er vakin á að Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur unnið drög að endurskoðaðri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Reglugerðardrögin eru nú til kynningar og er unnt að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 30. október.

Nánar...

29. sep. 2015 : Notaðu lykiltölur við stjórnun

Í tengslum við árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga gaf samband íslenskra sveitarfélaga út ritið „Notaðu lykiltölur við stjórnun – þekktu sveitarfélagið þitt“. Í ritinu eru birtar nítján lykiltölur fyrir sveitarfélög landsins þar sem hægt er að bera stöðu þeirra saman á margvíslegan hátt.

Nánar...

28. sep. 2015 : Lífleg skoðanaskipti um vinnumat kennara

„Aðalmálið er að leggja áherslu á nám og framfarir nemenda í skólastarfinu og komast út úr mínútutalningu og argaþrasi um smáatriði, sem einkenndi tungutak og hugarfar kjarasamninga fyrri ára. Hugsa frekar um kjarnastarf skólans,“ sagði Karl Frímannsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Hann var annar tveggja framsögumanna um innleiðingu og áhrif vinnumats grunnskólakennara.

Nánar...

28. sep. 2015 : Miklar sveiflur á fáum árum

„Búsetubreytingar og breytt aldursskipting íbúanna hafa áhrif á afkomu sveitarfélaga. Sveitarstjórnir ættu að gefa þessari þróun gaum,“ sagði Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Hann brá upp myndum sem sýna mikla sögu um búsetuþróunina frá 1998.

Nánar...

25. sep. 2015 : Undanþágubeiðnir brátt afgreiddar í velferðarráðuneyti

Velferðarráðuneytið mun fljótlega afgreiða beiðnir nokkurra sveitarfélaga um undanþágu frá því að uppfylla lagaskilyrði um lágmarksfjölda íbúa innan þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks. Nokkrum sveitarfélögum var veitt slík undanþága í febrúar 2015.

Nánar...

25. sep. 2015 : Húsnæðismálin efst í huga velferðarráðherra

Velverðarráðherra sagði að ríki og sveitarfélög yrðu að taka höndum saman um lausnir og leiðir til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á ódýru húsnæði. Ríkið geti lagt sitt af mörkum með því að breyta byggingarreglugerð og skipulagslögum.

Nánar...
Síða 1 af 4