Fréttir og tilkynningar: 2014 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

09. okt. 2014 : Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði

Í ræðu sinni á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun ræddi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars um samskipti ríkis og sveitarfélaga og kynnt nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál sem lagt verður fram á Alþingi á næstunni. Hann sagði frumvarpið ekki bara varða fjárreiður ríkisins heldur væri því einnig ætlað að sauma betur saman samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði,“ sagði ráðherra.

Nánar...

09. okt. 2014 : "Ráðherranum finnst fátt skemmtilegra en skrifa undir samninga og fá myndir af sér í fjölmiðlum"

Í samræðum Halldórs Halldórssonar formanns Sambands sveitarfélaga og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Fjármálaráðstefnu sambandsins í dag var tekist nokkuð á um samskipti ríkisins og sveitarfélaganna. Það var Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður sem stjórnaði viðræðunum.

Nánar...

09. okt. 2014 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga hafin

Í ávarpi sínu við setningu Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fór Halldór Halldórsson formaður Sambands sveitarfélaga yfir nokkur af helstu málum sem sveitarfélögin glíma við um þessar mundir. Hann minnti meðal annars á þá þversögn sem sveitarfélögin standa frammi fyrir sem er krafan um að minnka hið opinbera kerfi um leið og þjónustuþörfin eykst til dæmis vegna fjölgunar aldraðra. Fundinum er streymt beint hér á vef sambandsins

Nánar...

07. okt. 2014 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2014

Fjarmala

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk. Ráðstefnan verður sett kl. 10:00 á fimmtudagsmorgun af formanni sambandsins Halldóri Halldórssyni og í framhaldinu flytur Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra stutt ávarp. Síðan stýrir Sigmar Guðmundsson fréttamaður samtali formanns sambandsins og fjármála- og efnahagsráðherra um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Nánar...

29. sep. 2014 : Skráning á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2014 er hafin

Fjarmala

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk.

Nánar...

14. júl. 2014 : Fjárhagsáætlanir 2015

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskara sveitarfélaga hefur gefið út fréttabréf þar sem koma fram ýmsar forsendur vegna undirbúningsvinnu sveitarfélaga fyrir gerð fjárhagsáætlana fyrir árin 2015-2018 ásamt öðrum upplýsingum sem málið varðar.

Nánar...

18. jún. 2014 : Ársreikningar sveitarfélaga 2013

Almennt má segja að jákvæð þróun síðustu ára í fjármálum sveitarfélaga hafi  haldið áfram á árinu 2013. Afkoma sveitarfélaga batnar í heildina tekið og fjárhagslegur styrkur þeirra fer vaxandi. Þetta kemur m.a. fram í 5. tbl. Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs sambandsins sem nú er komið út. Að þessu sinni er fjallað um ársreikninga sveitarfélaga árið 2013.

Nánar...

16. jún. 2014 : Nýjar sveitarstjórnir

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Nánar...

15. apr. 2014 : Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í sjöunda sinn tekið saman upplýsingar um kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og kjör starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessar skýrslur hafa verið gerðar á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Nánar...

27. mar. 2014 : Tekjur sveitarfélaga að aukast og gert ráð fyrir hagnaði í ár

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um þróun fjármála sveitarfélaga síðustu árin í kjölfar þess að ráðuneytinu hafa borist fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár. Þar kemur meðal annars fram að heildartekjur sveitarfélaga hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010, framlegð frá rekstri hefur aukist og að áætlanir ársins geri ráð fyrir nokkrum hagnaði.

Nánar...
Síða 2 af 3