Fréttir og tilkynningar: október 2014

Fyrirsagnalisti

30. okt. 2014 : Myndræn framsetning fjárhagsstöðu sveitarfélaga

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur útbúið excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi annars vegar skuldahlutfall sveitarfélaga og hins vegar veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur á árunum 2010-2013. Á excel skjalinu er unnt að velja eitt eða fleiri sveitarfélög eða einn eða fleiri landshluta og sjá veltufé frá rekstri á Y-ásnum og skuldahlutfall á X-ásnum.

Nánar...

23. okt. 2014 : Forsendur í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga um útsvarshlutfall á árinu 2015

percentage-calculator

Sambandinu hafa að undanförnu borist fyrirspurnir frá nokkrum sveitarfélögum um hvert verði hámarksútsvar á árinu 2015. Ráðgjöf sambandsins til sveitarfélaga er á þessu stigi að miða við að hámarksútsvarið verði 14,52%.

Nánar...

13. okt. 2014 : Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

percentage-calculator

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2014 og 2015. Gert er ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 5,4 % á milli ára 2014 og 2015.

Nánar...

09. okt. 2014 : Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði

Í ræðu sinni á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun ræddi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars um samskipti ríkis og sveitarfélaga og kynnt nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál sem lagt verður fram á Alþingi á næstunni. Hann sagði frumvarpið ekki bara varða fjárreiður ríkisins heldur væri því einnig ætlað að sauma betur saman samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði,“ sagði ráðherra.

Nánar...

09. okt. 2014 : "Ráðherranum finnst fátt skemmtilegra en skrifa undir samninga og fá myndir af sér í fjölmiðlum"

Í samræðum Halldórs Halldórssonar formanns Sambands sveitarfélaga og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Fjármálaráðstefnu sambandsins í dag var tekist nokkuð á um samskipti ríkisins og sveitarfélaganna. Það var Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður sem stjórnaði viðræðunum.

Nánar...

09. okt. 2014 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga hafin

Í ávarpi sínu við setningu Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fór Halldór Halldórsson formaður Sambands sveitarfélaga yfir nokkur af helstu málum sem sveitarfélögin glíma við um þessar mundir. Hann minnti meðal annars á þá þversögn sem sveitarfélögin standa frammi fyrir sem er krafan um að minnka hið opinbera kerfi um leið og þjónustuþörfin eykst til dæmis vegna fjölgunar aldraðra. Fundinum er streymt beint hér á vef sambandsins

Nánar...

07. okt. 2014 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2014

Fjarmala

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk. Ráðstefnan verður sett kl. 10:00 á fimmtudagsmorgun af formanni sambandsins Halldóri Halldórssyni og í framhaldinu flytur Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra stutt ávarp. Síðan stýrir Sigmar Guðmundsson fréttamaður samtali formanns sambandsins og fjármála- og efnahagsráðherra um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Nánar...