Fréttir og tilkynningar: mars 2014
Fyrirsagnalisti
Tekjur sveitarfélaga að aukast og gert ráð fyrir hagnaði í ár

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um þróun fjármála sveitarfélaga síðustu árin í kjölfar þess að ráðuneytinu hafa borist fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár. Þar kemur meðal annars fram að heildartekjur sveitarfélaga hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010, framlegð frá rekstri hefur aukist og að áætlanir ársins geri ráð fyrir nokkrum hagnaði.
Nánar...Útkomuspá 2013
Þegar gengið er frá fjárhagsáætlun fyrir komandi rekstrarár setja mörg sveitarfélög upp útkomuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár. Útkomuspá er yfirletitt gerð síðla hausts eða snemma vetrar og byggir á upplýsingum um rekstur sveitarfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins.
Niðurstöður fjárhagsáætlana 2014-2017
Niðurstaða fjárhagsáætlana fyrir samstæðu sveitarfélaga fyrir árin 2014-2017 er að sveitarfélögin hafa í heildina tekið góð tök á fjármálum sveitarsjóða og B-hluta fyrirtækja. Þróunin virðist stefna til betri vegar ár frá ári. Á tímabilinu fer rekstrarafkoma í heildina tekið batnandi, veltufé frá rekstri styrkist og skuldir lækka.
Nánar...