Fréttir og tilkynningar: febrúar 2014

Fyrirsagnalisti

17. feb. 2014 : Fjármálaráðstefna dönsku sveitarfélaganna 2014

FjarmalaradstefnaDonskuSveitarfelaganna

Fjármálaráðstefna dönsku sveitarfélagasamtakanna (Kommunernes Økonomiske Forum – KØF) árið 2014 var haldin í Ålborg Kongres og Kultur Center dagana 9. til 10. janúar sl. Ráðstefnuna sóttu borgarstjórar, kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnun, framkvæmdastjórar sveitarfélaga, fjármálastjórar og aðrir sem starfa við eða láta sig fjármál sveitarfélaga varða. Ráðstefnan var haldin undir yfirskriftinni: „Þekktu sveitarfélagið þitt og stjórnaðu því“

Nánar...

07. feb. 2014 : Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2014

Fjarhagsaaetlanir-sveitarfelaga-2014

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gefið út fréttabréf um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2014. Í fréttabréfinu eru birtar upplýsingar úr A-hluta fjárhagsáætlana sveitarfélaga og skil þeirra eins og þau voru um miðjan janúar.  Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 skulu sveitarstjórnir afgreiða fjárhagsáætlun eigi síðar en 15. desember ár hvert.

Nánar...