Fréttir og tilkynningar: nóvember 2013

Fyrirsagnalisti

27. nóv. 2013 : Tilkynning frá innanríkisráðuneytinu um fyrirhugaða hækkun hámarksútsvars

Trompetleikari_litil

Innanríkisráðuneytið hefur sent tilkynningu til allra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við efni viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða, en viðaukinn felur í sér að ákvörðun um endanlega útsvarsprósentu sveitarfélaga vegna yfirfærslu þjónustunnar er frestað um eitt ár, til ársins 2014.

Nánar...

20. nóv. 2013 : Árbók sveitarfélaga 2013 komin á vefinn

2013

Árbók sveitarfélaga 2013 sem kom út í byrjun október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2012.

Nánar...