Fréttir og tilkynningar: september 2013
Fyrirsagnalisti
Dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2013

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hóteli dagana 3. og 4. október nk. Dagskrá ráðstefnunnar verður að mestu leyti með hefðbundnu sniði en þó verður efnt til þeirrar nýjungar að formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu skiptast á skoðunum um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undir stjórn Þóru Arnórsdóttur fréttamanns.
Nánar...Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga

Fyrir nokkrum árum óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga að Hagstofa Íslands birti sundurliðun á launaþróun opinberra starfsmanna eftir stjórnsýslustigi, þ.e. starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga sem nær aftur til fyrsta ársfjórðung2005 til fyrsta ársfjórung 2013.
Nánar...