Fréttir og tilkynningar: 2013

Fyrirsagnalisti

18. des. 2013 : Samkomulag um hækkun hámarksútsvars

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Eins og sveitarstjórnum á að vera kunnugt um var undirritað samkomulag í nóvember sl. um hækkun hámarksútsvars, úr 14,48% í 14,52%. Sambandið hefur ráðlagt þeim sveitarstjórnum, sem hyggjast nýta sér þessa heimild, að samþykkja hækkunina með fyrirvara um að lagabreyting næði fram að ganga á Alþingi.

Nánar...

27. nóv. 2013 : Tilkynning frá innanríkisráðuneytinu um fyrirhugaða hækkun hámarksútsvars

Trompetleikari_litil

Innanríkisráðuneytið hefur sent tilkynningu til allra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við efni viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða, en viðaukinn felur í sér að ákvörðun um endanlega útsvarsprósentu sveitarfélaga vegna yfirfærslu þjónustunnar er frestað um eitt ár, til ársins 2014.

Nánar...

20. nóv. 2013 : Árbók sveitarfélaga 2013 komin á vefinn

2013

Árbók sveitarfélaga 2013 sem kom út í byrjun október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2012.

Nánar...

14. okt. 2013 : Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2013 og 2014

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2013 og 2014. Gert er ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 5,3 % á milli ára 2013 og 2014.

Nánar...

03. okt. 2013 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga sett

Formadur1

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013 var sett á Hilton Reykjavík Nordica hóteli kl. 10:00 í morgun. Halldór Halldórsson setti ráðstefnuna og greindi m.a. frá því að ráðstefnan væri nú á ný haldin á Nordica en hún var haldin í Silfurbergi í Hörpu í fyrra. Þá sagði hann frá þeirri nýjung á fjármálaráðstefnunni að eftir hádegi, kl. 13:00, muni hann og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra eiga samtal um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undir stjórn Þóru Arnórsdóttur fréttakonu.

Nánar...

23. sep. 2013 : Dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2013

SIS_Lydraedi_mannrettindi_190x100

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hóteli dagana 3. og 4. október nk. Dagskrá ráðstefnunnar verður að mestu leyti með hefðbundnu sniði en þó verður efnt til þeirrar nýjungar að formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu skiptast á skoðunum um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undir stjórn Þóru Arnórsdóttur fréttamanns.

Nánar...

03. sep. 2013 : Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga

Mynd-2

Fyrir nokkrum árum óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga að Hagstofa Íslands birti sundurliðun á launaþróun opinberra starfsmanna eftir stjórnsýslustigi, þ.e. starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga sem nær aftur til fyrsta ársfjórðung2005 til fyrsta ársfjórung 2013.

Nánar...

03. júl. 2013 : Framlög til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna fasteignaskatts

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá því í júní að áætluðu uppgjöri framlaga til sveitarfélaga á árinu 2013 til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts á grundvelli reglugerðar, nr. 80/2001, með síðari breytingum.

Nánar...

02. júl. 2013 : Drög að frumvarpi til laga um opinber fjármál

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í síðustu viku drög að frumvarpi til laga um opinber fjármál. Drögin eru nú aðgengileg á vef ráðuneytisins. Umsagnarfrestur um frumvarpið er til 20. ágúst nk. Í frumvarpinu er gerð tillaga um heildstæða umgjörð um opinber fjármál. Tiltekin ákvæði þess taka til hins opinbera í heild, þ.á m. sveitarfélaga. Í þessari samantekt verður einkum horft til áhrifa frumvarpsins á sveitarfélögin

Nánar...

14. jún. 2013 : Fréttabréf hag- og upplýsingasviðs – Ársreikningar 2012

Frettabref-HogU

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má nú finna fjórða tölublað 5. árgangs Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs. Í fréttabréfinu er farið yfir ársreikninga sveitarfélaga 2012. Í ritinu kemur m.a. fram að miðað við niðurstöður ársreikninga 2011 hefur afkoma sveitarfélaga almennt batnað og fjárhagslegur styrkur þeirra hefur farið vaxandi.

Nánar...
Síða 1 af 2