Fréttir og tilkynningar: desember 2012
Fyrirsagnalisti
Afgreiðsla og skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga 2013

Innanríkisráðuneytið hefur sent sveitarfélögum bréf þar sem fram kemur að sveitarfélög hafi frest til 15. janúar til að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir árið 2013 og næstu þrjú ár þar á eftir. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að sveitarfélög skuli skila innanríkisráðuneytinu fjárhagsáætlunum innan 15 daga frá afgreiðslu þeirra.
Nánar...Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðun og uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012.
Nánar...Úthlutun aukaframlags úr jöfnunarsjóði 2012

Innanríkisráðherra hefur gefið út reglur um ráðstöfun 350 milljóna króna aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2012. Reglurnar eru settar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Aukaframlaginu er ætlað að koma til móts við þau sveitarfélög sem eiga í miklum fjárhagslegum erfiðleikum á árinu. Við útreikning framlagsins er meðal annars byggt á upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2011.
Nánar...Breytingar á lögum um opinber innkaup - umsögn sambandsins

Á undanförnum misseri hefur töluvert verið rætt um svokallaðar viðmiðunarfjárhæðir í innkaupum ríkis og sveitarfélaga. Þessar viðmiðunarfjárhæðir eru af tvennum toga: Annars vegar eru EES-viðmiðunarfjárhæðir, sem mæla fyrir um það hvenær skuli efnt til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar eru lægri viðmiðunarfjárhæðir sem tiltaka hvenær útboðsskylda verður virk innanlands.
Nánar...Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga

Í umsögn sambandsins um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnum, 291. mál, er vísað til þeirrar vinnu sem fram hefur farið í samvinnu innanríkisráðuneytisins og sambandsins um endurskoðun á regluverki jöfnunarsjóðs, með það að markmiði m.a. að ná meira innbyrðis jafnvægi í jöfnunarkerfið. Að áliti sambandsins er með framlagningu frumvarpsins stigið ákveðið en þó takmarkað skref í þá átt. Verði frumvarpið að lögum mun það ekki hafa fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin sem heild.
Nánar...Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent Alþingi umsögn um tvö frumvörp er varða fjármál sveitarfélaga. Annars vegar um ráðstafanir í ríkisfjármálum, 468. mál og hins vegar um frumvarp til laga um gatnagerðargjald, 290. mál. Í umsögn um bandormsfrumvarp um ráðstafnir í ríkisfjármálum gagnrýnir sambandið nokkur atriði sem geta haft áhrif á sveitarfélögin. Þar vegur þyngst að lagt er til að bann við skuldajöfnun barnabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs og sveitarfélaga, ásamt vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, verði framlengt til ársins 2013.
Nánar...