Fréttir og tilkynningar: mars 2012

Fyrirsagnalisti

28. mar. 2012 : Upplýsingar um afsláttarreglur fasteignaskatta hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingadeild hefur tekið saman upplýsingar um afsláttarreglur fasteignaskatta hjá elli- og örorkulífeyrisþegum fyrir árið 2012. Teknar voru saman upplýsingar frá sveitarfélögum sem voru með fleiri en 300 íbúa. Samtals voru þetta 58 sveitarfélög.

Nánar...

22. mar. 2012 : Álit Reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna úthlutunar jöfnunarsjóðs

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur fjallað um það fyrirkomulag sem viðhaft er við útdeilingu fjármuna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagageirans og hvaða vankantar eru á því að mati nefndarinnar út frá reikningsskilalegu sjónarmiði. Álit nefndarinnar er að eðlilegast hefði verið og í samræmi við tvö stjórnsýslustig að allar greiðslur færu alfarið til sveitarfélaganna.

Nánar...

22. mar. 2012 : Landsþing 2012

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, það XXVI. í röðinni verður haldið að ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA á morgun föstudaginn 23. mars og hefst það kl. 9:30. Skráning landsþingsfulltrúa hefst kl. 8:45. Áréttað er að þingið hefur verið fært yfir á gamla Hótel Lofleiðir.

Nánar...

06. mar. 2012 : Útkomuspá fyrir árið 2011

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman útkomuspá ársreikninga fyrir árið 2011. Útkomuspáin er meðal annars er sett upp til samanburðar við fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þriggja ára áætlun.

Nánar...