Fréttir og tilkynningar: 2012

Fyrirsagnalisti

28. des. 2012 : Afgreiðsla og skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga 2013

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur sent sveitarfélögum bréf þar sem fram kemur að sveitarfélög hafi frest til 15. janúar til að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir árið 2013 og næstu þrjú ár þar á eftir. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að sveitarfélög skuli skila innanríkisráðuneytinu fjárhagsáætlunum innan 15 daga frá afgreiðslu þeirra.

Nánar...

21. des. 2012 : Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðun og uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012.

Nánar...

20. des. 2012 : Úthlutun aukaframlags úr jöfnunarsjóði 2012

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Innanríkisráðherra hefur gefið út reglur um ráðstöfun 350 milljóna króna aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2012. Reglurnar eru settar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Aukaframlaginu er ætlað að koma til móts við þau sveitarfélög sem eiga í miklum fjárhagslegum erfiðleikum á árinu. Við útreikning framlagsins er meðal annars byggt á upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2011.

Nánar...

18. des. 2012 : Breytingar á lögum um opinber innkaup - umsögn sambandsins

mappa

Á undanförnum misseri hefur töluvert verið rætt um svokallaðar viðmiðunarfjárhæðir í innkaupum ríkis og sveitarfélaga. Þessar viðmiðunarfjárhæðir eru af  tvennum toga: Annars vegar eru EES-viðmiðunarfjárhæðir, sem mæla fyrir um það hvenær skuli efnt til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar eru lægri viðmiðunarfjárhæðir sem tiltaka hvenær útboðsskylda verður virk innanlands.

Nánar...

14. des. 2012 : Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga

Althingi_300x300p

Í umsögn sambandsins um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnum, 291. mál, er vísað til þeirrar vinnu sem fram hefur farið í samvinnu innanríkisráðuneytisins og sambandsins um endurskoðun á regluverki jöfnunarsjóðs, með það að markmiði m.a. að ná meira innbyrðis jafnvægi í jöfnunarkerfið. Að áliti sambandsins er með framlagningu frumvarpsins stigið ákveðið en þó takmarkað skref í þá átt. Verði frumvarpið að lögum mun það ekki hafa fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin sem heild.

Nánar...

11. des. 2012 : Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Althingi_300x300p

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent Alþingi umsögn um tvö frumvörp er varða fjármál sveitarfélaga. Annars vegar um ráðstafanir í ríkisfjármálum, 468. mál og hins vegar um frumvarp til laga um gatnagerðargjald, 290. mál. Í umsögn um bandormsfrumvarp um ráðstafnir í ríkisfjármálum gagnrýnir sambandið nokkur atriði sem geta haft áhrif á sveitarfélögin. Þar vegur þyngst að lagt er til að bann við skuldajöfnun barnabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs og sveitarfélaga, ásamt vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, verði framlengt til ársins 2013.

Nánar...

13. nóv. 2012 : Árbók sveitarfélaga 2012 komin á vefinn

Arbok2012

Árbók sveitarfélaga 2012 sem kom út í september sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2011. Einnig eru birtar í árbókinni upplýsingar um ýmis önnur atriði sem varða sveitarfélögin og rekstur þeirra sem gagnlegt er að hafa samandregnar á einum stað.

Nánar...

30. okt. 2012 : Skólaskýrsla 2012 á rafrænu formi

Skolaskyrsla_forsida12

Skólaskýrsla 2012 er komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.

Nánar...

24. okt. 2012 : Frumvörp um B-gatnagerðargjald og tekjustofna sveitarfélaga

Innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö ný frumvörp sem varða tekjustofna sveitarfélaga. Annað frumvarpið kveður á um framlenginu heimildar sveitarfélag atil að leggja á svonefnt B-gatnagerðagjald og hitt um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Nánar...

11. okt. 2012 : Útgreiðsla á séreignarsparnaði

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið hefur uppfært excel töflu er varðar útgreiðslu á séreignarsparnaði. Taflan sýnir útgreiðsluna hjá hverju og einu sveitarfélagi eftir árum og hvernig hún dreifist á mánuðina. Útsvarið er síðan reiknað út miðað við þær upphæðir sem koma þar fram.

Nánar...
Síða 1 af 4