Fréttir og tilkynningar: 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

07. jún. 2011 : Bráðabirgðaniðurstöður úr ársreikningum sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Nú liggja fyrir bráðabirgðaupplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2010. Þær byggja á niðurstöðum ársreikninga frá sveitarfélögum sem hafa 79,5% íbúa. Niðurstaðan er því ágætlega marktæk enda þótt hún eigi vitaskuld eftir að taka einhverjum breytingum eftir því sem fleiri ársreikningar berast.

Nánar...

23. maí 2011 : Námskeiðahaldi lokið - námsefni komið á vefinn

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Frá því síðasta haust hefur Samband íslenskra sveitarfélaga haldið úti námskeiðum fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og nefndamenn um hin ýmsu verkefni er varða stjórnun sveitarfélaga. Alls var boðið uppá fjögur námskeið sem haldin voru víðs vegar um land í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga.

Nánar...

04. maí 2011 : Útgreiðsla séreignasparnaðar

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið hefur uppfært excel töflu er varðar útgreiðslu á séreignasparnaði. Taflan sýnir útgreiðsluna hjá hverju og einu sveitarfélagi og hvernig hún dreifist á mánuðina. Útsvarið er síðan reiknað út miðað við þær upphæðir sem þar koma fram.

Nánar...

29. mar. 2011 : Könnun á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka

SIS_Skolamal_760x640

Þann 7. febrúar árið 2011 sendi Samband íslenskra sveitarfélaga út spurningalista til sveitarfélaganna þar sem óskað var upplýsinga um framlög þeirra til stjórnmálasamtaka. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að mikill munur er á greiðslum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.

Nánar...

28. mar. 2011 : Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Við undirbúning og afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2011 leituðu sveitarfélögin í landinu margháttaðra leiða til að bregðast við þeirri fjárhagslegu stöðu sem þau búa við. Aðstæður þerra eru á margan hátt ólíkar og því var um ýmsar mismunandi leiðir að velja. Þrátt fyrir að leiðir einstakra sveitarfélaga til aukinnar hagræðingar í rekstri sínum geti verið mismunandi vegna ólíkra forsendna og breytilegra aðstæðna þá vinna þau að mörgu leyti út frá sameiginlegum grunni að þessu verkefni.

Nánar...

28. mar. 2011 : Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga

Við undirbúning og afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2011 leituðu sveitarfélögin í landinu margháttaðra leiða til að bregðast við þeirri fjárhagslegu stöðu sem þau búa við. Aðstæður þeirra eru á margan hátt ólíkar og því var um ýmsar mismunandi leiðir að velja.

Nánar...

15. mar. 2011 : Uppgjör á framlagi til sveitarfélaga vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingargjalds

Skjaldarmerki

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. mars síðastliðnum  um uppgjör á framlagi vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds á árinu 2010.

Nánar...

24. feb. 2011 : Upplýsingafundur um fjárhagsleg samskipti vegna málaflokks fatlaðs fólks árið 2011

Fundargestir

Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stóðu fyrir upplýsingafundi þann 23. febrúar. Á fundinum var farið yfir ýmis atriði sem snerta fjárhagsleg samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og milli einstakra þjónustusvæða. Fundurinn var fjölsóttur auk þess sem fulltrúar sveitarfélaga fylgdust með erindum á einum 11 stöðum í gegnum fjarfundabúnað.

Nánar...
Síða 2 af 3