Fréttir og tilkynningar: júní 2011

Fyrirsagnalisti

23. jún. 2011 : Fasteignamat 2012

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þjóðskrá Íslands birti í dag fasteignamat fyrir árið 2012. Fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2011. Matið er eingöngu birt á vefnum og geta fasteignaeigendur nálgast matið með rafrænum skilríkjum eða veflykli ríkisskattstjóra á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is sem Þjóðskrá Íslands rekur.

Nánar...

07. jún. 2011 : Bráðabirgðaniðurstöður úr ársreikningum sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Nú liggja fyrir bráðabirgðaupplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2010. Þær byggja á niðurstöðum ársreikninga frá sveitarfélögum sem hafa 79,5% íbúa. Niðurstaðan er því ágætlega marktæk enda þótt hún eigi vitaskuld eftir að taka einhverjum breytingum eftir því sem fleiri ársreikningar berast.

Nánar...