Fréttir og tilkynningar: mars 2011

Fyrirsagnalisti

29. mar. 2011 : Könnun á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka

SIS_Skolamal_760x640

Þann 7. febrúar árið 2011 sendi Samband íslenskra sveitarfélaga út spurningalista til sveitarfélaganna þar sem óskað var upplýsinga um framlög þeirra til stjórnmálasamtaka. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að mikill munur er á greiðslum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.

Nánar...

28. mar. 2011 : Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Við undirbúning og afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2011 leituðu sveitarfélögin í landinu margháttaðra leiða til að bregðast við þeirri fjárhagslegu stöðu sem þau búa við. Aðstæður þerra eru á margan hátt ólíkar og því var um ýmsar mismunandi leiðir að velja. Þrátt fyrir að leiðir einstakra sveitarfélaga til aukinnar hagræðingar í rekstri sínum geti verið mismunandi vegna ólíkra forsendna og breytilegra aðstæðna þá vinna þau að mörgu leyti út frá sameiginlegum grunni að þessu verkefni.

Nánar...

28. mar. 2011 : Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga

Við undirbúning og afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2011 leituðu sveitarfélögin í landinu margháttaðra leiða til að bregðast við þeirri fjárhagslegu stöðu sem þau búa við. Aðstæður þeirra eru á margan hátt ólíkar og því var um ýmsar mismunandi leiðir að velja.

Nánar...

15. mar. 2011 : Uppgjör á framlagi til sveitarfélaga vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingargjalds

Skjaldarmerki

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. mars síðastliðnum  um uppgjör á framlagi vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds á árinu 2010.

Nánar...