Fréttir og tilkynningar: febrúar 2011

Fyrirsagnalisti

24. feb. 2011 : Upplýsingafundur um fjárhagsleg samskipti vegna málaflokks fatlaðs fólks árið 2011

Fundargestir

Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stóðu fyrir upplýsingafundi þann 23. febrúar. Á fundinum var farið yfir ýmis atriði sem snerta fjárhagsleg samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og milli einstakra þjónustusvæða. Fundurinn var fjölsóttur auk þess sem fulltrúar sveitarfélaga fylgdust með erindum á einum 11 stöðum í gegnum fjarfundabúnað.

Nánar...

24. feb. 2011 : Margþættur ávinningur af þátttöku í Skólavoginni

Hnotturinn_vef

Kynningarbæklingur um Skólavogina er kominn út. Ávinningur sveitarfélaga af þátttöku í Skólavoginni er margþættur. Með Skólavoginni er unnt að bera saman lykiltölur um skólahald samræmt á milli skóla og/eða sveitarfélaga. Skólavogin byggir á norskri aðferðafræði og nú býðst íslenskum sveitarfélögum aðgangur að norska kerfinu. Verði nægur áhugi fyrir hendi mun sambandið standa að frekari kynningu fyrir viðkomandi sveitarfélög á árinu 2011.

Nánar...

21. feb. 2011 : Ný ráðgjafarnefnd um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Radgjafarnefnd-Jofnunarsjods

Innanríkisráðherra hefur með tilvísun til 15. gr. laga, nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, skipað ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem starfa skal fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.

Nánar...

16. feb. 2011 : Almenn framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnendar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. febrúar sl. um áætlaða úthlutun almennra framlaga sjóðsins vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011. Áætlunin og úthlutun skv. henni byggist á  7. gr. reglugerðar nr. 1066/2010.

Nánar...