Fréttir og tilkynningar: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

31. jan. 2011 : Fréttabréf Hag- og upplýsingasviðs

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Út er komið 1. tölublað 3. árgangs fréttabréfs Hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í fréttabréfinu eru fjárhagsáætlanir sveitarfélaga vegna ársins 2011 greindar en sveitarfélögin hafa líkt og aðrir í samfélaginu brugðist við efnahagserfiðleikum þjóðarinnar með aðhaldi og sparnaði þar sem því verður við komið.

Nánar...

28. jan. 2011 : Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla á árinu 2011

SIS_Skolamal_760x640

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um áætlaða úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.

Nánar...

18. jan. 2011 : Hesthús skattleggjast í C-flokki fasteignaskatts

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þann 12. janúar sl. kvað Yfirfasteignamatsnefnd upp úrskurð í máli þar sem kærð var álagning fasteignaskatts á hesthús í Sveitarfélaginu Árborg. Nefndin úrskurðaði sveitarfélaginu í vil og komst að þeirri niðurstöðu að hesthús í þéttbýli beri að skattleggja skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Nánar...