Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

14. des. 2011 : Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt

reykjavik

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur afgreitt fjárhagsáætlun fyrir borgarsjóð og B-hluta stofnanir borgarinnar til næstu fimm ára. Áætlunin er afar mikilvægt tæki fyrir stefnumótun Reykjavíkurborgar til næstu framtíðar.

Nánar...

13. des. 2011 : Hagsmunir fólksins skipta mestu máli

Ungt-folk

Mörg sveitarfélög eru illa í stakk búin til að takast á við aukinn kostnað sem hlotist getur af frumvarpi velferðarráðherra um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, sem fyrirhugað er að taki gildi næsta sumar. Verði frumfarpið að veruleika er talið að um 1000 manns, sem verið hafa án atvinnu í þrjú ár, muni færast tímabundið af atvinnuleysisskrá og yfir á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.

Nánar...

29. nóv. 2011 : Minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Í minnisblaðinu er fjallað um ýmsa þá þætti sem hafa áhrif á forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og er það von sambandsins að samantekt þessi komi að gagni við frágang fjárhagsáætlana sveitarfélaga. 

Nánar...

14. nóv. 2011 : Árbók sveitarfélaga 2011 komin á vefinn

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Árbók sveitarfélaga 2011 sem kom út í október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2010.

Nánar...

19. okt. 2011 : Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2011 og 2012

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2011 og 2012. Gert er ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 4,3 % á milli ára 2011 og 2012.

Nánar...

13. okt. 2011 : Fjármálaráðstefna 2011 sett

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

"Við vitum svo sem hvar valdið liggur, það er hjá ríkisstjórn og Alþingi, við höfum fundið fyrir því í ákveðnum málum en okkur líkar betur þegar hægt er að semja um málin og ná sameiginlegri niðurstöðu."

Nánar...

28. sep. 2011 : Skráning hafin á fjármálaráðstefnu 2011

Fjarmalaradstefna 2011

Skráning er hafin á Fjármálaráðstefna sveitarfélaga sem verður haldin dagana 13. og 14. október nk. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica í sölum A og B á jarðhæð hótelsins.

Nánar...

30. ágú. 2011 : Ársreikningar sveitarfélaga 2010

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Ársreikningar sveitarfélaga 2010 eru nú komnir inn á heimasíður sambandsins.

Nánar...

12. júl. 2011 : Niðurstöður ársreikninga sveitarfélaga 2010

Frettabref_Hag

Bráðabirgðaniðurstöður liggja nú fyrir úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2010. Niðurstöður frá sveitarfélögum, þar sem búa rúm 96% íbúanna, gefa marktæka niðurstöðu af afkomu þeirra á árinu enda þótt ekki séu öll þeirra búin að senda ársreikninga sína frá sér.

Nánar...

23. jún. 2011 : Fasteignamat 2012

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þjóðskrá Íslands birti í dag fasteignamat fyrir árið 2012. Fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2011. Matið er eingöngu birt á vefnum og geta fasteignaeigendur nálgast matið með rafrænum skilríkjum eða veflykli ríkisskattstjóra á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is sem Þjóðskrá Íslands rekur.

Nánar...
Síða 1 af 3